Engin sálgæsla fyrir hina dæmdu 27. október 2004 00:01 Enginn hefur eftirlit með sálarheill þeirra manna sem hljóta þunga dóma og hefja ekki afplánun strax, þótt mikil hætta sé á sjálfsvígi eftir að dómur er kveðinn upp. Fangelsismálastofnun, dómstólar og lögregla segja öll að það sé ekki hlutverk þeirra að sinna slíkri sálgæslu. Fram hefur komið í fréttum að karlmaður, sem í fyrradag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt stjúpdóttur sína grófu kynferðisofbeldi, framdi sjálfsmorð í kjölfar dómsins. Rannsóknir hafa sýnt að þegar þungir dómar, þriggja ára fangelsi eða meira, eru kveðnir upp yfir mönnum, eykst sjálfsvígshætta umtalsvert. Vegna þessarar hættu fylgist starfsfólk Fangelsismálastofnunar mjög vel með líðan manna sem koma inn til afplánunar. Eftirlitið nær hins vegar ekki til þeirra manna sem ganga lausir þegar þeir fá dóma því stofnunin hefur ekki afskipti af málum þeirra fyrr en þeir hefja afplánun. Björn Harðarson sálfræðingur hefur unnið náið með föngum, m.a. á vegum Fangelsismálastofnunar. Honum finnst mikilvægt að fylgst sé með mönnum sem fái þyngra dóma frá því að dómur fellur, án þess að vita samt nákvæmlega hvernig hægt var að gera það. Helgi Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykavíkur, segir að dómstólar landsins sinni eingöngu því hlutverki að dæma í málum. Þegar dómur hafi verið kveðinn upp ljúki afskiptum dómstólsins af sakamönnum. Hvað varðar lögreglu segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn að þætti lögreglu ljúki yfirleitt með rannsóknarvinnunni. Í alvarlegum málum er lögregla hluti ákæruvaldsins en afskiptum lögreglu ljúki alltént um leið og dómur er fallinn. Þrátt fyrir hættuna er það því enginn sem hefur það hlutverk að sinna sálgæslu manna með tilliti til sjálfsvígshættu, ef þeir hefja ekki afplánun strax. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Enginn hefur eftirlit með sálarheill þeirra manna sem hljóta þunga dóma og hefja ekki afplánun strax, þótt mikil hætta sé á sjálfsvígi eftir að dómur er kveðinn upp. Fangelsismálastofnun, dómstólar og lögregla segja öll að það sé ekki hlutverk þeirra að sinna slíkri sálgæslu. Fram hefur komið í fréttum að karlmaður, sem í fyrradag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt stjúpdóttur sína grófu kynferðisofbeldi, framdi sjálfsmorð í kjölfar dómsins. Rannsóknir hafa sýnt að þegar þungir dómar, þriggja ára fangelsi eða meira, eru kveðnir upp yfir mönnum, eykst sjálfsvígshætta umtalsvert. Vegna þessarar hættu fylgist starfsfólk Fangelsismálastofnunar mjög vel með líðan manna sem koma inn til afplánunar. Eftirlitið nær hins vegar ekki til þeirra manna sem ganga lausir þegar þeir fá dóma því stofnunin hefur ekki afskipti af málum þeirra fyrr en þeir hefja afplánun. Björn Harðarson sálfræðingur hefur unnið náið með föngum, m.a. á vegum Fangelsismálastofnunar. Honum finnst mikilvægt að fylgst sé með mönnum sem fái þyngra dóma frá því að dómur fellur, án þess að vita samt nákvæmlega hvernig hægt var að gera það. Helgi Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykavíkur, segir að dómstólar landsins sinni eingöngu því hlutverki að dæma í málum. Þegar dómur hafi verið kveðinn upp ljúki afskiptum dómstólsins af sakamönnum. Hvað varðar lögreglu segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn að þætti lögreglu ljúki yfirleitt með rannsóknarvinnunni. Í alvarlegum málum er lögregla hluti ákæruvaldsins en afskiptum lögreglu ljúki alltént um leið og dómur er fallinn. Þrátt fyrir hættuna er það því enginn sem hefur það hlutverk að sinna sálgæslu manna með tilliti til sjálfsvígshættu, ef þeir hefja ekki afplánun strax.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira