Um 260 milljóna heimildir ónýttar 20. október 2004 00:01 Tryggingastofnun ríkisins hefur hvergi nærri fullnýtt heimildir á fjárlögum til niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar á síðari árum, að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis og formanns kynningarnefndar Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að á árunum 2001 - 2003 hafi vantað 262 milljónir króna upp á að svo væri. Tryggingastofnun greiðir niður 75% af tannlæknakostnaði barna til 18 ára aldurs, samkvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðherra. "Ég held að það séu allir tannlæknar yfir þeirri gjaldskrá," sagði Gunnar. "Þetta er gjaldskrá sem ráðherra ákveður og hún er langt frá raunveruleikanum. Hún hækkar til dæmis ekki til samræmis við verðlagið í landinu. Verðlagning hjá tannlæknum er frjáls." Spurður hvort þetta fyrirkomulag yrði ekki til þess að barnmargar fjölskyldur hefðu ekki efni á að greiða fyrir sjálfsagða tannlæknaþjónustu barna sinna, sagði Gunnar að það væri engin spurning, að svo væri. Hins vegar lægju ekki fyrir nýjar tölur um tannheilsu barna. Tannlæknar vildu sjá slíkar tölur áður en þeir færu að tjá sig um stöðu þeirra mála. "En ef barnmargar fjölskyldur fara sjaldnar til tannlæknis vegna kostnaðar við þjónustuna, þá getur það leitt stefnt tannheilsu barna í voða, en við viljum sjá niðurstöður úr rannsóknum áður en við fullyrðum um eitthvað slíkt," sagði Gunnar. Hann sagði að vel væri hægt að hugsa sér að þær fjárhæðir heimildar sem Tryggingastofnun hefði ekki nýtt, hefðu verið notaðar til að hækka gjaldskrá ráðherra. Með því hefði verið hægt að minnka bilið á milli gjaldskrárinnar og taxta tannlækna og þar með útgjöld foreldra við tannlæknakostnað. Það segði sig sjálft að fengi fólk meiri hluta þjónustunnar endurgreiddan, þá ýtti það undir að það færi til tannlæknis. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins hefur hvergi nærri fullnýtt heimildir á fjárlögum til niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar á síðari árum, að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis og formanns kynningarnefndar Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að á árunum 2001 - 2003 hafi vantað 262 milljónir króna upp á að svo væri. Tryggingastofnun greiðir niður 75% af tannlæknakostnaði barna til 18 ára aldurs, samkvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðherra. "Ég held að það séu allir tannlæknar yfir þeirri gjaldskrá," sagði Gunnar. "Þetta er gjaldskrá sem ráðherra ákveður og hún er langt frá raunveruleikanum. Hún hækkar til dæmis ekki til samræmis við verðlagið í landinu. Verðlagning hjá tannlæknum er frjáls." Spurður hvort þetta fyrirkomulag yrði ekki til þess að barnmargar fjölskyldur hefðu ekki efni á að greiða fyrir sjálfsagða tannlæknaþjónustu barna sinna, sagði Gunnar að það væri engin spurning, að svo væri. Hins vegar lægju ekki fyrir nýjar tölur um tannheilsu barna. Tannlæknar vildu sjá slíkar tölur áður en þeir færu að tjá sig um stöðu þeirra mála. "En ef barnmargar fjölskyldur fara sjaldnar til tannlæknis vegna kostnaðar við þjónustuna, þá getur það leitt stefnt tannheilsu barna í voða, en við viljum sjá niðurstöður úr rannsóknum áður en við fullyrðum um eitthvað slíkt," sagði Gunnar. Hann sagði að vel væri hægt að hugsa sér að þær fjárhæðir heimildar sem Tryggingastofnun hefði ekki nýtt, hefðu verið notaðar til að hækka gjaldskrá ráðherra. Með því hefði verið hægt að minnka bilið á milli gjaldskrárinnar og taxta tannlækna og þar með útgjöld foreldra við tannlæknakostnað. Það segði sig sjálft að fengi fólk meiri hluta þjónustunnar endurgreiddan, þá ýtti það undir að það færi til tannlæknis.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira