Innlent

Áhrifaríkt lyf án aukaverkana

Tilraunalyfið DG031 sem Íslensk erfðagreining hefur prófað á 172 Íslendingum með góðum árangri kemur upphaflega frá þýska lyfjarisanum Bayer AG. Efnið er lítil lyfjasameind sem hindrar virkni tiltekinna prótína sem hvetja til myndunar bólguvaka sem aftur eru taldir geta leitt til hjartaáfalls. ÍE öðlaðist nýtingarrétt á DG031 í nóvember á síðasta ári og við það tækifæri sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins að um merkilegan áfanga væri að ræða í sögu fyrirtækisins. "Lyfjaefnið hefur þegar farið í gegn um mörg skref lyfjaþróunar og prófana. Meðal annars hefur verið sýnt fram á að það er öruggt í inntöku og því fylgja engar meiriháttar aukaverkanir. Við höfum því flýtt um nokkur ár því ferli sem þarf til að breyta uppgötvunum okkar í rannsóknum á erfðafræði hjartaáfalls í ný lyf gegn stærstu dánarorsök íbúa hins iðnvædda heims." Með niðurstöðunum sem kynntar voru í gær hefur ÍE færst nær takmarki sínu Lyfinu DG031 hefur enn ekki verið gefið nafn en að sögn kunnugra getur gott heiti á lyfi auðveldað markaðssetningu þess.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×