Nýtt hjartalyf handan við hornið 19. október 2004 00:01 Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira