Innlent

Þaki haldið í skefjum

Þaki á einbýlishúsi á Höfn í Hornarfirði var haldið í skefjum með skurðgröfu í gær. Hávaðarok var í bænum, líkt og víða um land, og fylgdust björgunarsveitarmenn árvökulum augum með því sem hugsanlega gat tekist á loft. Sáu þeir meðal annars að þak á einbýlishúsi í bænum var á góðri leið með að sviptast af í verstu kviðunum en töldu óráðlegt að ráðast til atlögu með hamri og nöglum. Datt einum þeirra það snjallræði í hug að aka skurðgröfu sinni að húsinu og tylla skóflunni ofan á þakið. Reyndist ráðið gott og bar grafan vindinn ofurliði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×