Sinnuleysi um varnir landsins 18. október 2004 00:01 Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira