Sinnuleysi um varnir landsins 18. október 2004 00:01 Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira