Sinnuleysi um varnir landsins 18. október 2004 00:01 Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira