Innlent

Dimmt og kalsalegt

Rafmagn fór af Höfn í Hornafirði um miðjan dag í gær og voru bæjarbúar án rafmagns fram undir kvöld. Bilun varð í báðum línunum sem bera rafmagnið inn í bæinn en orsakir þeirra eru ókunnar. Varaaflsstöðvar voru ræstar og rafmagni veitt til heimila og nauðsynlegustu staða. Atvinnulíf lá að mestu niðri í bænum og kalt varð í húsum því víða er kynnt með rafmagnsofnum. Síðast bjuggu Hafnarbúar við allsherjarrafmagnsleysi árið 1986.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×