Össur gagnrýnir aðgerðarleysi 16. október 2004 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær gagnrýndi Össur ríkisstjórnina harkalega vegna aðgerðaleysis í kennaraverkfallinu. Hann sagði að vegna hugmynda um einkavæðingu þráaðist Sjálfstæðisflokkurinn við því að ríkisstjórnin kæmi að lausn deilunnar. "Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins," sagði Össur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé á engan hátt að nýta sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. "Það er engin spurning að verkfall mun leiða til þess að almenningur mun kalla á eftir breytingum á skólakerfinu. Verkfallið hefur nú þegar leitt til þess að fólk notar í auknum mæli netið og kennsluforrit í námi sínu og þetta mun eflaust flýta þróun skólakerfisins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá hjá mörgum sjálfstæðismönnum að auka einkavæðingu - líka í skólakerfinu." Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við. "Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna." Össur gagnrýndi einnig framsóknarmenn. "Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði við Fréttablaðið að forsætisráðherra hefði ekki áhuga á að svara gagnrýni Össurar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær gagnrýndi Össur ríkisstjórnina harkalega vegna aðgerðaleysis í kennaraverkfallinu. Hann sagði að vegna hugmynda um einkavæðingu þráaðist Sjálfstæðisflokkurinn við því að ríkisstjórnin kæmi að lausn deilunnar. "Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins," sagði Össur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé á engan hátt að nýta sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. "Það er engin spurning að verkfall mun leiða til þess að almenningur mun kalla á eftir breytingum á skólakerfinu. Verkfallið hefur nú þegar leitt til þess að fólk notar í auknum mæli netið og kennsluforrit í námi sínu og þetta mun eflaust flýta þróun skólakerfisins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá hjá mörgum sjálfstæðismönnum að auka einkavæðingu - líka í skólakerfinu." Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við. "Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna." Össur gagnrýndi einnig framsóknarmenn. "Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði við Fréttablaðið að forsætisráðherra hefði ekki áhuga á að svara gagnrýni Össurar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira