Össur gagnrýnir aðgerðarleysi 16. október 2004 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær gagnrýndi Össur ríkisstjórnina harkalega vegna aðgerðaleysis í kennaraverkfallinu. Hann sagði að vegna hugmynda um einkavæðingu þráaðist Sjálfstæðisflokkurinn við því að ríkisstjórnin kæmi að lausn deilunnar. "Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins," sagði Össur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé á engan hátt að nýta sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. "Það er engin spurning að verkfall mun leiða til þess að almenningur mun kalla á eftir breytingum á skólakerfinu. Verkfallið hefur nú þegar leitt til þess að fólk notar í auknum mæli netið og kennsluforrit í námi sínu og þetta mun eflaust flýta þróun skólakerfisins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá hjá mörgum sjálfstæðismönnum að auka einkavæðingu - líka í skólakerfinu." Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við. "Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna." Össur gagnrýndi einnig framsóknarmenn. "Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði við Fréttablaðið að forsætisráðherra hefði ekki áhuga á að svara gagnrýni Össurar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær gagnrýndi Össur ríkisstjórnina harkalega vegna aðgerðaleysis í kennaraverkfallinu. Hann sagði að vegna hugmynda um einkavæðingu þráaðist Sjálfstæðisflokkurinn við því að ríkisstjórnin kæmi að lausn deilunnar. "Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins," sagði Össur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé á engan hátt að nýta sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. "Það er engin spurning að verkfall mun leiða til þess að almenningur mun kalla á eftir breytingum á skólakerfinu. Verkfallið hefur nú þegar leitt til þess að fólk notar í auknum mæli netið og kennsluforrit í námi sínu og þetta mun eflaust flýta þróun skólakerfisins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá hjá mörgum sjálfstæðismönnum að auka einkavæðingu - líka í skólakerfinu." Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við. "Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna." Össur gagnrýndi einnig framsóknarmenn. "Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði við Fréttablaðið að forsætisráðherra hefði ekki áhuga á að svara gagnrýni Össurar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira