Hundruð bíða eftir meðferð 15. október 2004 00:01 Fleiri hundruð manns bíða eftir meðferð vegna geðsjúkdóma og sumstaðar eru læknar hættir að taka fólk á biðlista, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni. Heilbrigðisráðherra vísar því á bug að stór hópur þessa fólks sé á götunni. Þingmenn segja ástandið í þessum málum skömm fyrir þjóðfélagið og að nær væri að setja fjármuni í það heldur en að byggja „montbústað“ fyrir sendiherra landsins í Berlín. Ásta Ragnheiður ræddi stöðu geðsjúkra og þjónustu við þá utan dagskrár á Alþingi í dag. Áhugasamir um málið mættu á þingpalla til að fylgjast með. Hún sagði pott víða brotinn í þessum efnum og að stefnleysi ríkti og á sama tíma fjölgaði í þessum hópi. Hún sagði að algeng bið eftir tíma hjá geðlækni væri 3-5 mánuðir. 380 manns með geðrænan vanda bíða nú eftir meðferð á Reykjalundi að sögn Ástu Ragnheiðar. Biðin er rúmlega ár, og raunar lengri, því læknar eru hættir að setja fólk á biðlista. Hún sagði stöðu heimilislausra, mikið geðveikra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu vera afleita; þeir velkjist um í kerfinu án úrlausnar og séu hættulegir sér og öðrum. Heilbrigðisráðherra minnti á að aðstæður umrædds fólks væru mjög mismunandi og því ekki hægt að alhæfa. Hann sagði grundvöll þjónustunnar góðan og fór svo yfir aukin fjárframlög ríkisins til geðheilbrigðismála. Hann vísaði ennfremur á bug fullyrðingum um að hundruð manna ráfi um götur höfuðborgarinnar, án þess að fá viðeigandi meðferð. Ráðherra benti á að um áramót taki lokuð geðdeild, fyrir þá sem gætu verið hættulegir, til starfa á Kleppi. Guðmundur Árni Stefánsson sagði það til skammar hvernig búið er að geðfötluðum og Ögmundur Jónasson sagði að þessi mál ætti að ræða daglega á Alþingi þar til ástandið verður bætt. Ögmundur sagði að rúmum á geðdeildum væri nú fækkað til þess að ríkisstjórnin eigi fyrir gæluverkefnum sínum, t.d. að byggja „montbústað“ fyrir sendiherrann í Berlín fyrir 250 milljónir. Því mótmælti hann harðlega. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fleiri hundruð manns bíða eftir meðferð vegna geðsjúkdóma og sumstaðar eru læknar hættir að taka fólk á biðlista, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni. Heilbrigðisráðherra vísar því á bug að stór hópur þessa fólks sé á götunni. Þingmenn segja ástandið í þessum málum skömm fyrir þjóðfélagið og að nær væri að setja fjármuni í það heldur en að byggja „montbústað“ fyrir sendiherra landsins í Berlín. Ásta Ragnheiður ræddi stöðu geðsjúkra og þjónustu við þá utan dagskrár á Alþingi í dag. Áhugasamir um málið mættu á þingpalla til að fylgjast með. Hún sagði pott víða brotinn í þessum efnum og að stefnleysi ríkti og á sama tíma fjölgaði í þessum hópi. Hún sagði að algeng bið eftir tíma hjá geðlækni væri 3-5 mánuðir. 380 manns með geðrænan vanda bíða nú eftir meðferð á Reykjalundi að sögn Ástu Ragnheiðar. Biðin er rúmlega ár, og raunar lengri, því læknar eru hættir að setja fólk á biðlista. Hún sagði stöðu heimilislausra, mikið geðveikra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu vera afleita; þeir velkjist um í kerfinu án úrlausnar og séu hættulegir sér og öðrum. Heilbrigðisráðherra minnti á að aðstæður umrædds fólks væru mjög mismunandi og því ekki hægt að alhæfa. Hann sagði grundvöll þjónustunnar góðan og fór svo yfir aukin fjárframlög ríkisins til geðheilbrigðismála. Hann vísaði ennfremur á bug fullyrðingum um að hundruð manna ráfi um götur höfuðborgarinnar, án þess að fá viðeigandi meðferð. Ráðherra benti á að um áramót taki lokuð geðdeild, fyrir þá sem gætu verið hættulegir, til starfa á Kleppi. Guðmundur Árni Stefánsson sagði það til skammar hvernig búið er að geðfötluðum og Ögmundur Jónasson sagði að þessi mál ætti að ræða daglega á Alþingi þar til ástandið verður bætt. Ögmundur sagði að rúmum á geðdeildum væri nú fækkað til þess að ríkisstjórnin eigi fyrir gæluverkefnum sínum, t.d. að byggja „montbústað“ fyrir sendiherrann í Berlín fyrir 250 milljónir. Því mótmælti hann harðlega.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira