Hörð átök um 65 fatlaða nemendur 14. október 2004 00:01 Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði