Norðmenn snuðra um Rússana 11. október 2004 00:01 Norski flugherinn er farinn að sýna rússnesku herskipunum við Íslandsstrendur áhuga og sendi Orion kafbátarleitarflugvél að skipunum í morgun. Fyrir stundu virtust þau vera að búa sig til brottfarar. Opinberlega er ekki staðfest að vélin hafi verið frá norska hernum, en þar sem Orion vélar hinna ýmsu Nato ríkja eru málaðar á mismunadi hátt, fullyrðir glöggur sæfarandi um svæðið í morgun, að vélin hafi verið norsk. Hún flaug um tíma lágflug yfir skipunum og hefur væntanlega varpað hlustunarduflum, en hvarf svo á braut. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem er með varðskip á svæðinu, lágu sex skipanna fyri rankerum út af Þistilfirði í nótt, 8 til 15 sjómílum utan við tólf mílna Landhelgina, en á ellefta tímanum var farið að rjúka úr reykháfum þeirra líkt og þau væru að hita upp fyrir brottför. Flugmóðurskipið hélst hinsvegar eitt síns liðs í noðrurátt í gærkvöldi og sást til þess á lítilli ferð norðvestur af Langanesi í gærkvöldi. Og enn vakna spurningar við háttarlag rússana hér við land þar sem nú er komið í ljós að íslensk fiskiskip hafa fundið þrjá mannlausa gúmmíbjörgunarbáta af rússneskum herskipum á reki fyrir austan land, þar sem rússnesku herskipin héldu sig í síðustu viku. Togarinn Kaldbakur kom til Akureyrar í morgun með tvo bátanna, sem fundust á miðvikudag og laugardag, og Síldey NS fann svo einn til viðbótar. Allir bátarnir fundust mannlausir á reki og er hver þeirra tíu manna. Lögreglan á Akureyri tók bátana tvo í sína vörslu þegar Kaldbakur kom í land í morgun. Engar neyðarbirgðir voru í þeim, en sendar voru í þeim báðum, sem verða rannsakaðir nánar í dag. Ekkert liggur fyrir um það hvort þeir hafa verið notaðir í neyðartilviki eða hafa losnað af herskipi í stórsjó. Nánari rannsóknir gefa væntanlega vísbendingbar um það, en flogið verður með sendana til Reykjavíkur í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Norski flugherinn er farinn að sýna rússnesku herskipunum við Íslandsstrendur áhuga og sendi Orion kafbátarleitarflugvél að skipunum í morgun. Fyrir stundu virtust þau vera að búa sig til brottfarar. Opinberlega er ekki staðfest að vélin hafi verið frá norska hernum, en þar sem Orion vélar hinna ýmsu Nato ríkja eru málaðar á mismunadi hátt, fullyrðir glöggur sæfarandi um svæðið í morgun, að vélin hafi verið norsk. Hún flaug um tíma lágflug yfir skipunum og hefur væntanlega varpað hlustunarduflum, en hvarf svo á braut. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem er með varðskip á svæðinu, lágu sex skipanna fyri rankerum út af Þistilfirði í nótt, 8 til 15 sjómílum utan við tólf mílna Landhelgina, en á ellefta tímanum var farið að rjúka úr reykháfum þeirra líkt og þau væru að hita upp fyrir brottför. Flugmóðurskipið hélst hinsvegar eitt síns liðs í noðrurátt í gærkvöldi og sást til þess á lítilli ferð norðvestur af Langanesi í gærkvöldi. Og enn vakna spurningar við háttarlag rússana hér við land þar sem nú er komið í ljós að íslensk fiskiskip hafa fundið þrjá mannlausa gúmmíbjörgunarbáta af rússneskum herskipum á reki fyrir austan land, þar sem rússnesku herskipin héldu sig í síðustu viku. Togarinn Kaldbakur kom til Akureyrar í morgun með tvo bátanna, sem fundust á miðvikudag og laugardag, og Síldey NS fann svo einn til viðbótar. Allir bátarnir fundust mannlausir á reki og er hver þeirra tíu manna. Lögreglan á Akureyri tók bátana tvo í sína vörslu þegar Kaldbakur kom í land í morgun. Engar neyðarbirgðir voru í þeim, en sendar voru í þeim báðum, sem verða rannsakaðir nánar í dag. Ekkert liggur fyrir um það hvort þeir hafa verið notaðir í neyðartilviki eða hafa losnað af herskipi í stórsjó. Nánari rannsóknir gefa væntanlega vísbendingbar um það, en flogið verður með sendana til Reykjavíkur í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira