Lifrarbólga A geisar meðal homma 11. október 2004 00:01 Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira