Innlent

Dauðsfall við Hólmavík

Tilkynnt var um mannshvarf í umdæmi lögreglunnar á Hólmavík seinni partinn á laugardaginn. Leitað var að manninum í sveitinni við Hólmavík í dágóða stund áður en hann fannst látinn. Að sögn lögreglu var maðurinn að sinna smalamennsku og varð bráðkvaddur. Maðurinn var bóndi í Bitrufirði en ekki er hægt að gefa upp nafn hans á þessari stundu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×