Synjun af guðs náð eða þjóðarinnar 2. október 2004 00:01 Þau orð Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, þess efnis að "synjunarákvæði stjórnarskrárinnar (séu) leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald", hafa valdið miklu uppnámi, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig meðal sagnfræðinga. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segir í grein á póstlistanum Gammabrekku að synjunarvald konungs sé vissulega tengt guði. Öðru máli gegni um synjunarvald þjóðkjörins forseta sem leyst hafi konung af hólmi, þökk sé þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga. "Við höfnuðum guðkjörnum konungi og stofnuðum lýðveldi," segir hann. Árni Daníel segir að með því að tengja vald forseta við guð sé Halldór Blöndal að svíkja grundvöll lýðveldisins: "Hann lýgur því að stjórnarskrá Íslands sé tengd við guð. Þær lygar verða ekki samþykktar af þjóðinni. Þjóðfrelsisbaráttan var ekki til einskis, lygarar fá ekki að sitja í sæti forseta Alþingis. Niður með Halldór Blöndal." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor svarar Árna Daníel á sama vettvangi og segir að Halldór Blöndal hafi "sögulega rétt fyrir sér". Prófessorinn segir að synjunarvaldið hefði verið orðinn dauður bókstafur við lýðveldisstofnun 1944, enda hefðu fræðimenn þá aðeins gert ráð fyrir því að því yrði beitt við mjög óvenjulegar aðstæður svo sem stríðsástandi eða annarri ógn. "Núverandi forseti kaus hins vegar að beita því þegar í hlut átti fyrirtæki, sem var nátengt honum en kosningastjóri hans er forstjóri þess." Segir Hannes að hafi Árni Daníel viljað vera trúr sögulegri hefð Íslendinga hefði hann átt að segja: "Niður með Bessastaðavaldið!" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þau orð Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, þess efnis að "synjunarákvæði stjórnarskrárinnar (séu) leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald", hafa valdið miklu uppnámi, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig meðal sagnfræðinga. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segir í grein á póstlistanum Gammabrekku að synjunarvald konungs sé vissulega tengt guði. Öðru máli gegni um synjunarvald þjóðkjörins forseta sem leyst hafi konung af hólmi, þökk sé þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga. "Við höfnuðum guðkjörnum konungi og stofnuðum lýðveldi," segir hann. Árni Daníel segir að með því að tengja vald forseta við guð sé Halldór Blöndal að svíkja grundvöll lýðveldisins: "Hann lýgur því að stjórnarskrá Íslands sé tengd við guð. Þær lygar verða ekki samþykktar af þjóðinni. Þjóðfrelsisbaráttan var ekki til einskis, lygarar fá ekki að sitja í sæti forseta Alþingis. Niður með Halldór Blöndal." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor svarar Árna Daníel á sama vettvangi og segir að Halldór Blöndal hafi "sögulega rétt fyrir sér". Prófessorinn segir að synjunarvaldið hefði verið orðinn dauður bókstafur við lýðveldisstofnun 1944, enda hefðu fræðimenn þá aðeins gert ráð fyrir því að því yrði beitt við mjög óvenjulegar aðstæður svo sem stríðsástandi eða annarri ógn. "Núverandi forseti kaus hins vegar að beita því þegar í hlut átti fyrirtæki, sem var nátengt honum en kosningastjóri hans er forstjóri þess." Segir Hannes að hafi Árni Daníel viljað vera trúr sögulegri hefð Íslendinga hefði hann átt að segja: "Niður með Bessastaðavaldið!"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira