Efast um 11 milljarða 2. október 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar líkir frumvarpinu við glansmynd: "Tekjuafgangurinn gufar yfirleitt upp. Að meðaltali munar á hverju ári nærri 30 milljörðum króna á milli fjárlagafrumvarps og ríkisreiknings. Geir boðar nú 11 milljarða tekjuafgang en miðað við reynslu sögunnar má eins búast við að það verði 20 milljarða tap." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs tekur í svipaðan streng og bendir á að þótt bjartara sé nú en oft áður í tekjuöflun ríkissjóðs komi það ekki endilega til af góðu. "Ríkissjóður græðir á viðskiptahallanum en menn ættu að fara varlega í að hrósa sér, því þetta er ávísun á skuldasöfnun út á við. Sú staða er þegar orðin mjög alvarleg." Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir skattalækkanir harðlega. Hann segir fjármálaráðherra hrósa sér af því að flöt tekjuskattslækkun komi flestum til góða því þeim hafi fjölgað sem borgi tekjuskatt. Þetta segi ekki alla söguna."Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu og því borgar fleiri tekjuskatt en áður. Við viljum hækka skattleysismörk upp í um 100.000 krónur." Samfylkingin telur líka að flöt tekjuskattslækkun komi hinum best launuðu til góða. "Skattalækkanir nú eru með þeim hætti að grunnskólakennari í verkfalli fær andvirði eins bleyjupakka á mánuði, láglaunafólk með 150.000 kr. á mánuði fær minna en tvo bíómiða, en hálaunamaður með milljón á mánuði fær eina utanlandsferð á mánuði" segir Össur Skarphéðinsson sem vill lækka matarskattinn um helming og þar með matarreikning íslenskra heimila um fimm milljarða króna. Steingrímur J. segir vinstri-græna ætla að standa í lappirnar í fjármálum ríkisins: "Við getum verið sjálfum okkur samkvæm því við létum ekki fallerast í skattalækkanafárinu og tókum ekki þátt í loforðafylleríinu eins og sumir aðrir. Guðjón A. Kristjánsson gagrnýnir niðurskurð til vegamála. "Í mínu kjördæmi Norðvesturkjördæmi eru mikil verk að vinna í vegamálum. Þar er engin þensla ef frá er talið Norðurál sem gagnast ekkert síður Reykjavíkursvæðinu." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar líkir frumvarpinu við glansmynd: "Tekjuafgangurinn gufar yfirleitt upp. Að meðaltali munar á hverju ári nærri 30 milljörðum króna á milli fjárlagafrumvarps og ríkisreiknings. Geir boðar nú 11 milljarða tekjuafgang en miðað við reynslu sögunnar má eins búast við að það verði 20 milljarða tap." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs tekur í svipaðan streng og bendir á að þótt bjartara sé nú en oft áður í tekjuöflun ríkissjóðs komi það ekki endilega til af góðu. "Ríkissjóður græðir á viðskiptahallanum en menn ættu að fara varlega í að hrósa sér, því þetta er ávísun á skuldasöfnun út á við. Sú staða er þegar orðin mjög alvarleg." Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir skattalækkanir harðlega. Hann segir fjármálaráðherra hrósa sér af því að flöt tekjuskattslækkun komi flestum til góða því þeim hafi fjölgað sem borgi tekjuskatt. Þetta segi ekki alla söguna."Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu og því borgar fleiri tekjuskatt en áður. Við viljum hækka skattleysismörk upp í um 100.000 krónur." Samfylkingin telur líka að flöt tekjuskattslækkun komi hinum best launuðu til góða. "Skattalækkanir nú eru með þeim hætti að grunnskólakennari í verkfalli fær andvirði eins bleyjupakka á mánuði, láglaunafólk með 150.000 kr. á mánuði fær minna en tvo bíómiða, en hálaunamaður með milljón á mánuði fær eina utanlandsferð á mánuði" segir Össur Skarphéðinsson sem vill lækka matarskattinn um helming og þar með matarreikning íslenskra heimila um fimm milljarða króna. Steingrímur J. segir vinstri-græna ætla að standa í lappirnar í fjármálum ríkisins: "Við getum verið sjálfum okkur samkvæm því við létum ekki fallerast í skattalækkanafárinu og tókum ekki þátt í loforðafylleríinu eins og sumir aðrir. Guðjón A. Kristjánsson gagrnýnir niðurskurð til vegamála. "Í mínu kjördæmi Norðvesturkjördæmi eru mikil verk að vinna í vegamálum. Þar er engin þensla ef frá er talið Norðurál sem gagnast ekkert síður Reykjavíkursvæðinu."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira