Innlent

Á samleið með Framsókn

"Mönnum finnst þeir tefla hagsmunum sínum í tvísýnu ef þeir setja fram sjónarmið í umdeildum málum sem eru á annan veg en þann sem forystan hefur gefið upp. Þetta er stóra vandamálið í flokknum," segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, um Framsóknarflokkinn, í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. Kristinn segist eiga samleið með Framsóknarflokknum þrátt fyrir að hann sé upp á kant við forystu hans.. "Menn verða að vera frjálsir í skoðunum sínum til þess að stjórnmálaflokkur sé í raun lýðræðisleg hreyfing," segir Kristinn. Sjá viðtal við Kristinn H. Gunnarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×