Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél

Átján ára piltur slasaðist alvarlega þegar bifreið sem hann ók skall framan á annarri bifreið Biskupstungnabraut um miðjan dag í gær. Þrennt var í hinum bílnum, tveir fullorðnir og kornabarn, og hlutu þau minniháttar meiðsl, en öflugur barnastóll er talin hafa bjargað því að ekki fór verr. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og kom hún á vettvang rúmum hálftíma eftir að tilkynning um slysið barst. Flutti hún piltinn til Reykjavíkur og að sögn vakthafandi læknis á bráðadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss í Fossvogi var ástand piltsins alvarlegt og var honum haldið sofandi í öndunarvél í gærkvöld.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×