Sveitarfélögin færri og stærri 30. september 2004 00:01 Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira