Sveitarfélögin færri og stærri 30. september 2004 00:01 Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira