Sveitarfélögin færri og stærri 30. september 2004 00:01 Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira