Innlent

Íslandsmet í fésektum

Örn Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar játaði, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. Á síðasta ári var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir fimmtán milljón króna skattsvik og til greiðslu þrjátíu milljón króna sektar. Búast má við, miðað við dómavenjur og ákvæði skattalaga, að Örn verði dæmdur til að greiða um 122 milljón króna sektar fyrir brotið. Ef af líkum lætur mun hann slá Íslandsmet í fésektum samtals um 152 milljónir króna. Örn stóð ekki skil á um fjörtíu milljónum króna virðisaukaskatti á árunum 1999 til 2001. Þá stóð hann ekki skil á greiðslum opinberra gjalda upp á rúmar tuttugu milljónir króna sem haldið var eftir af launum starfsmanna árin 2000 til 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×