Innlent

Lögregla leitar enn bílþjófa

MYND/Vísir
Lögreglan á Akureyri leitar enn skemmdarvarga og þjófa sem brutust inn í sextán bíla í bænum í fyrrinótt í leit að peningum í þeim. Þeir brutu rúður í bílunum til að komast inn í þá og rótuðu í öllu lauslegu en stálu engum verðmætum, eins og hjómflutningstækjum. Brotist var inn í þrettán bíla á bílastæðinu við flugvöllinn og þrjá á bílastæði Brims. Eftir því sem lögreglan kemst næst hafa þjófarnir haft hægt um sig í nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×