Innlent

Fartölvum stolið

Brotist var inn í þrjá bíla í Reykjavík í fyrrinótt og gærmorgun. Fartölvum var stolið úr tveimur bílanna, sem voru í Þingholtunum. Varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík vill minna fólk á að skilja ekki verðmæti eftir í bílum sínum. Mikið sé um að verðmætum hlutum eins og fartölvum og stafrænum myndavélum sé stolið. Hann segir óþarfa ögrun fyrir þjófa og fólk í vanda og fjárþröng að sjá verðmæta hluti inn um bílrúður.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×