Jón ekki einn um pólitík 29. september 2004 00:01 Skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík er ekki óvenjuleg ef einungis er borið saman við starfsferil núverandi og fyrrverandi dómara við réttinn. Jón Steinar hefur verið starfandi hæstaréttarlögmaður og rekið eigin stofu, auk þess að gegna stöðu prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Hæstaréttar hafa átta aðrir einstaklingar verið ráðnir dómarar eftir að hafa rekið eigin stofu og tíu gegndu háskólastöðu þegar þeir voru ráðnir, en þó ekki við Háskólann í Reykjavík heldur lagadeild Háskóla Íslands. Margir þeirra sem hafa verið ráðnir dómarar gegndu áður starfi borgardómara, eða sjö manns. Jón Steinar er ekki einn um að hafa haft pólitísk afskipti fyrir ráðningu, en hann hefur átt sæti í stjórnum Heimdallar, FUS og SUS og sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður, frá 1985 til 1995. Hann hefur einnig tjáð sig talsvert opinberlega um stjórnmál og málefni tengd þeim. A.m.k. átta aðrir dómarar hafa haft bein afskipti af pólitík. Gunnar Thoroddsen var stuttlega dómari við réttinn árið 1970, en hann var ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar Arnórsson, sem var dómari 1932-42, var einnig þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Björn Sveinbjörnsson var varaþingmaður fyrir framsókn þegar hann var skipaður dómari við réttinn árið 1973 og Lárus Jóhannesson hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil áður en hann varð dómari árið 1960. Haraldur Henrysson sem skipaður var dómari árið 1988 átti sér einnig pólitíska fortíð, en hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið 1968 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971, og Þór Vilhjálmsson hafði unnið nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hann fékk dómaraskikkjuna árið 1976. Þá ber að geta þess að Lárus H. Bjarnason hafði verið þingmaður og Kristján Jónsson hafði verið þingmaður og ráðherra í upphafi 19.aldar áður en þeir urðu dómarar í Hæstarétti árið 1919. Núverandi dómarar við Hæstarétt:Árni Kolbeinsson (fæddur 1947)Fyrrum ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Skipaður 5. september 2000. Garðar Gíslason (fæddur 1942)Fyrrum borgardómari. Skipaður 23. desember 1991. Guðrún Erlendsdóttir (fædd 1936)Fyrrum dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Skipuð 30. júní 1986. Gunnlaugur Claessen (fæddur 1946)Fyrrum ríkislögmaður. Skipaður 1. september 1994. Hrafn Bragason (fæddur 1938) Fyrrum borgardómari. Skipaður 8. september 1987. Ingibjörg Benediktsdóttir (fædd 1948) Fyrrum héraðsdómari. Skipuð 6. febrúar 2001. Markús Sigurbjörnsson (fæddur 1954) Fyrrum borgarfógeti og prófessor við lagadeild HÍ. Skipaður 24. júní 1994. Ólafur Börkur Þorvaldsson (fæddur 1961) Fyrrum dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands. Skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson (fæddur 1947) Fyrrum hæstaréttarlögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Útnefndur af ráðherra 29.september 2004. Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík er ekki óvenjuleg ef einungis er borið saman við starfsferil núverandi og fyrrverandi dómara við réttinn. Jón Steinar hefur verið starfandi hæstaréttarlögmaður og rekið eigin stofu, auk þess að gegna stöðu prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Hæstaréttar hafa átta aðrir einstaklingar verið ráðnir dómarar eftir að hafa rekið eigin stofu og tíu gegndu háskólastöðu þegar þeir voru ráðnir, en þó ekki við Háskólann í Reykjavík heldur lagadeild Háskóla Íslands. Margir þeirra sem hafa verið ráðnir dómarar gegndu áður starfi borgardómara, eða sjö manns. Jón Steinar er ekki einn um að hafa haft pólitísk afskipti fyrir ráðningu, en hann hefur átt sæti í stjórnum Heimdallar, FUS og SUS og sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður, frá 1985 til 1995. Hann hefur einnig tjáð sig talsvert opinberlega um stjórnmál og málefni tengd þeim. A.m.k. átta aðrir dómarar hafa haft bein afskipti af pólitík. Gunnar Thoroddsen var stuttlega dómari við réttinn árið 1970, en hann var ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar Arnórsson, sem var dómari 1932-42, var einnig þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Björn Sveinbjörnsson var varaþingmaður fyrir framsókn þegar hann var skipaður dómari við réttinn árið 1973 og Lárus Jóhannesson hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil áður en hann varð dómari árið 1960. Haraldur Henrysson sem skipaður var dómari árið 1988 átti sér einnig pólitíska fortíð, en hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið 1968 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971, og Þór Vilhjálmsson hafði unnið nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hann fékk dómaraskikkjuna árið 1976. Þá ber að geta þess að Lárus H. Bjarnason hafði verið þingmaður og Kristján Jónsson hafði verið þingmaður og ráðherra í upphafi 19.aldar áður en þeir urðu dómarar í Hæstarétti árið 1919. Núverandi dómarar við Hæstarétt:Árni Kolbeinsson (fæddur 1947)Fyrrum ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Skipaður 5. september 2000. Garðar Gíslason (fæddur 1942)Fyrrum borgardómari. Skipaður 23. desember 1991. Guðrún Erlendsdóttir (fædd 1936)Fyrrum dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Skipuð 30. júní 1986. Gunnlaugur Claessen (fæddur 1946)Fyrrum ríkislögmaður. Skipaður 1. september 1994. Hrafn Bragason (fæddur 1938) Fyrrum borgardómari. Skipaður 8. september 1987. Ingibjörg Benediktsdóttir (fædd 1948) Fyrrum héraðsdómari. Skipuð 6. febrúar 2001. Markús Sigurbjörnsson (fæddur 1954) Fyrrum borgarfógeti og prófessor við lagadeild HÍ. Skipaður 24. júní 1994. Ólafur Börkur Þorvaldsson (fæddur 1961) Fyrrum dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands. Skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson (fæddur 1947) Fyrrum hæstaréttarlögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Útnefndur af ráðherra 29.september 2004.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent