Innlent

Horfði á eigið fyrirtæki brenna

Varaslökkviliðsstjórinn á Blönduósi var í þeirri sérstöku aðstöðu í fyrrinótt að vera að reyna að slökkva eld í sínu eigin fyrirtæki. Andrés Leifsson er einn þriggja eigenda Bílaþjónustunnar sem var með starfsemi í Votmúla en hluti hússins, þar með talið fyrirtækið hans, brann til kaldra kola. "Ég hef nú lítið leitt hugann að þessu – ætli maður fái þetta ekki í hausinn í kvöld," segir Andrés. "Það er ekki spennandi hlutskipti að sjá fyrirtæki sem maður hefur verið að byggja upp undanfarin ár eyðileggjast í eldi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×