Bíður áhyggjulaust ævikvöld 28. september 2004 00:01 Ellilífeyrisþegar munu búa við trausta afkomu í framtíðinni og verða óháðir vilja vinnandi fólks til að sjá þeim farborða og veita þeim þjónustu. Að þessu hefur Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari komist en hann flutti erindi um málið á fundi Tryggingastofnunar í gær undir yfirskriftinni Aldraðir - yfirstétt framtíðarinnar. Í máli Ásmundar kom fram að viðtekin skoðun sé að aldraðir verði vandamál í samfélagi framtíðarinnar. Þeim fjölgi hratt og fyrir vikið þurfi vinnandi fólk fyrir sífellt fleirum að sjá. Heilbrigðiskerfið verði stöðugt dýrara, fjárhagur hins opinbera versni stig af stigi og aldraðir muni búa við fátækt og fá ekki viðunandi hjúkrunarþjónustu. Athuganir hans leiða hinsvegar í ljós að þessu verður þveröfugt farið. Ellilífeyirsþegar munu hafa stöðugar tekjur nánast óháð dyntum stjórnvalda á hverjum tíma og óháð hagsveiflum. Framfærsla þeirra verður ekki vandamál í hörðu árferði heldur munu ellilífeyrisþegar viðhalda eftirspurn á samdráttartímum með reglubundnum tekjum sínum. Raunar líkir Ásmundur lífeyrisþegum framtíðarinnar við jarðeigendur miðalda sem lifðu á jarðarentu sinni. Ein helsta ástæða niðurstöðu Ásmundar er sú staðreynd að réttindi til greiðslna úr lífeyrissjóðum hafa aukist að undanförnu og munu aukast enn á næstu áratugum. Þá mun séreignasparnaðurinn segja sitt þegar þar að kemur. Útreikningar hans leggjast svo ofaná þá staðreynd að fjárhagsstaða íslenskra ellilífeyrisþega er góð, í það minnsta í samanburði við hin Norðurlöndin. Íslenskur ellilífeyrisþegi hefur hærri ráðstöfunartekjur en danskur, finnskur, norskur og sænskur og er munurinn 11 og upp í 34 prósent. Því til viðbótar býr þorri íslenskra ellilífeyrisþega í eigin húsnæði og margur á sitt skuldlaust. Fréttir Innlent Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Sjá meira
Ellilífeyrisþegar munu búa við trausta afkomu í framtíðinni og verða óháðir vilja vinnandi fólks til að sjá þeim farborða og veita þeim þjónustu. Að þessu hefur Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari komist en hann flutti erindi um málið á fundi Tryggingastofnunar í gær undir yfirskriftinni Aldraðir - yfirstétt framtíðarinnar. Í máli Ásmundar kom fram að viðtekin skoðun sé að aldraðir verði vandamál í samfélagi framtíðarinnar. Þeim fjölgi hratt og fyrir vikið þurfi vinnandi fólk fyrir sífellt fleirum að sjá. Heilbrigðiskerfið verði stöðugt dýrara, fjárhagur hins opinbera versni stig af stigi og aldraðir muni búa við fátækt og fá ekki viðunandi hjúkrunarþjónustu. Athuganir hans leiða hinsvegar í ljós að þessu verður þveröfugt farið. Ellilífeyirsþegar munu hafa stöðugar tekjur nánast óháð dyntum stjórnvalda á hverjum tíma og óháð hagsveiflum. Framfærsla þeirra verður ekki vandamál í hörðu árferði heldur munu ellilífeyrisþegar viðhalda eftirspurn á samdráttartímum með reglubundnum tekjum sínum. Raunar líkir Ásmundur lífeyrisþegum framtíðarinnar við jarðeigendur miðalda sem lifðu á jarðarentu sinni. Ein helsta ástæða niðurstöðu Ásmundar er sú staðreynd að réttindi til greiðslna úr lífeyrissjóðum hafa aukist að undanförnu og munu aukast enn á næstu áratugum. Þá mun séreignasparnaðurinn segja sitt þegar þar að kemur. Útreikningar hans leggjast svo ofaná þá staðreynd að fjárhagsstaða íslenskra ellilífeyrisþega er góð, í það minnsta í samanburði við hin Norðurlöndin. Íslenskur ellilífeyrisþegi hefur hærri ráðstöfunartekjur en danskur, finnskur, norskur og sænskur og er munurinn 11 og upp í 34 prósent. Því til viðbótar býr þorri íslenskra ellilífeyrisþega í eigin húsnæði og margur á sitt skuldlaust.
Fréttir Innlent Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Sjá meira