Innlent

Karlmaður nefbraut stúlku í nótt

Stúlka nefbrotnaði er hún var slegin í andlitið fyrir utan veitingastað við Hafnargötu í Keflavík í nótt samkvæmt Víkurfréttum. Árásaraðilinn er karlmaður og var hann yfirheyrður af lögreglu. Næturvaktin var annars róleg hjá lögreglunni í Keflavík en tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni. Þeir mældust á 110 og 121 kílómetra hraða. Myndin er úr myndasafni og tengist ekki beint efni fréttarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×