Innlent

Þyrlan send vegna umferðarslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð vestur á Bíldudal klukkan sex í morgun vegna umferðarslyss sem átti sér stað klukkustund áður. Þá ók fólksbifreið í gegnum handrið á rimlahliði í útjaðri bæjarins. Tveir menn á þrítugsaldri voru í bílnum og flaug farþeginn í gegnum framrúðuna og lenti á viðardrumbi í hliðinu. Hann fékk það mikla höfuðáverka að ákveðið var að kalla eftir þyrlunni. Hún lenti með manninn við Landspítalann í Fossvogi klukkan hálf níu í morgun. Ökumaðurinn slapp án teljandi áverka. Hann er grunaður um að hafa ekið ölvaður. Bíllinn er óökufær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×