Ráðherra harðorður um Hæstarétt 24. september 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira