Innlent

Dæmdur fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að halda fyrrum sambýliskonu sinni nauðugri í íbúð hennar og nauðga henni þrívegis auk þess að skemma ýmsar eignir hennar. Þá á hann að greiða konunni 1,4 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn neitaði sök en sýnt þótti að hann hefði haldið konunni gegn vilja hennar í sex og hálfa klukkustund, beitt hana ofbeldi og neytt hana til samfara hvort tveggja með ofbeldi og hótunum um ofbeldi. Eftir að maðurinn var sakfelldur í héraðsdómi framvísaði hann yfirlýsingu frá konunni þar sem hún dró kæru á hendur honum til baka. Á sama tíma kærði hún hann fyrir að neyða sig til að undirrita yfirlýsinguna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×