Jöklarnir að minnka og hverfa 23. september 2004 00:01 "Snæfellsjökull er við vonda heilsu," segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, og telur ekki ólíklegt að hann verði með fyrstu jöklum til að hverfa. Rannsóknir benda til að vegna hlýnunar loftslags minnki og hverfi allir jöklar landsins á næstu 100 til 200 árum. Næstu 30 til 100 árin er gert ráð fyrir að bráðnun jöklanna auki vatnsrennsli í jökulám um 25 til 30 prósent, en það mun bæta rekstrarskilyrði virkjana meðan á því stendur. Veðurstofa Íslands, Orkustofnun og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands hafa unnið sameiginlega að rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga á vatnabúskap landsins og bráðnun jökla. "Það hefur orðið heilmikil breyting á búskap jökla hér á síðustu 10 árum. Á seinni árum hopa nánast allir jöklar og búskapur þeirra hefur verið mjög neikvæður síðustu tvö árin. Menn hafa verið að gefa sér ákveðnar forsendur um hvernig kunni að hlýna í framtíðinni. Guðfinna Aðalgeirsdóttir hefur gert reikninga á því hversu hratt jöklar muni hopa og samkvæmt niðurstöðum okkar stefnir í að jöklarnir hverfi nokkurn veginn af landinu á 100 til 200 árum," segir Tómas. Sjávarborð hækkar Að sögn Tómasar nemur vatnsforði sá er jöklarnir geyma því að 35 til 40 metrum vatns væri jafndreift yfir landið. "Þegar þetta bráðnar eykst rennsli í vatnsföllum umtalsvert í ákveðnum ám. Þá er einnig hugsanlegt að jöklar hopi þannig að farvegir ánna sem frá þeim falla breytist," segir Tómas. Ólíklegt er að slíkar breytingar hafi áhrif á miðlunarlón virkjana, en svo gæti farið að brýr stæðu eftir á þurru landi. Tómas segir marga farna að huga að hugsanlegum breytingum af völdum hlýnunar, en aðallega þá sem hanna og skipuleggja virkjanir auk fólks sem hugar að nýtingu vatns, brúargerð og öðru slíku. Hann bendir líka á að loftslagsbreytingum fylgi líka hækkun heimshafanna. "Gert er ráð fyrir að í þeim hækki um allt að hálfan metra og það getur haft áhrif á margar þjóðir," segir hann og bætir við að áhrifin kunni þó að verða minni hér en víða annars staðar. "Þó þannig að menn hafa hafnarsvæði heldur hærri en ella væri út af þessu." Tómas segir talið að hér hafi litlir jöklar verið fyrir 6 til 8 þúsund árum, fyrst eftir að jökulskeiðinu síðasta lauk. "En þetta eru heilmikil tíðindi í náttúrufari ef breytingin gengur eftir." Hann segir þó að frá svæðunum þar sem jöklarnir voru áður komi engu að síður til með að renna ámóta mikið magn af vatni og áður, því halda muni áfram að rigna og snjóa, auk þess sem hlýrra loftslag kalli á meiri úrkomu. "Í aðalatriðum verður þetta sama vatn í sömu landshlutunum og að mestu leyti í sömu ánum sem flestar renna eftir dölum sem áfram munu ráða öllu vatnafari. En þetta verður ein stærsta og sýnilegasta breytingin í náttúrufari hér, fyrir utan sjálfa hlýnunina sem auðvitað breytir miklu fyrir bæði fólk og fénað." Landsvirkjun fylgist með Óli Grétar Blöndal Sveinsson, deildarstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar, segir að þar á bæ fylgist menn vel með áhrifum loftslagsbreytinga á vatnsbúskap landsins. "Það er verið að tala um aukið heildarrennsli, sem á að ná hámarki eftir tæp 100 ár, en fara svo minnkandi aftur," segir hann en leggur áherslu á að þarna sé um að ræða langtímaspá sem byggi á ákveðnum forsendum um áframhaldandi hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda. Hann segir að þó svo að heildarrennsli aukist dreifist það um leið yfir árið þannig að innrennsli í miðlunarlón virkjana verði jafnara. "Fyrir Landsvirkjun ætti þetta að þýða að ef til vill þurfi ekki að stækka miðlunarlónin eins og þau eru í dag. Í mörgum tilfellum er hægt að bæta við eða stækka vélar í fallstöðvunum," segir hann. Óli Grétar segir þó engan sérstakan undirbúning hafinn hjá Landsvirkjun vegna ætlaðrar rennslisaukningar. Þá bendir hann á að vangaveltur um stöðu vatnsbúskapar eftir að jöklarnir eru horfnir breyti litlu fyrir Landsvirkjun í dag því allt gerist það eftir líftíma virkjananna. "Virkjanirnar sjálfar verða löngu búnar að borga sig upp. Hverfi jöklarnir alveg kemur samt til lítil snjóbráð sem kæmi fram á vorin. Eins ætti að koma til aukin úrkoma og spurning hvort hún kemur til með að bæta upp missi jöklanna," segir hann. "Menn hafa ekki stórfelldar áhyggjur af þessu núna, en vissulega er þetta eitthvað sem komandi kynslóðir munu þurfa að huga að," segir Óli Grétar. Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
"Snæfellsjökull er við vonda heilsu," segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, og telur ekki ólíklegt að hann verði með fyrstu jöklum til að hverfa. Rannsóknir benda til að vegna hlýnunar loftslags minnki og hverfi allir jöklar landsins á næstu 100 til 200 árum. Næstu 30 til 100 árin er gert ráð fyrir að bráðnun jöklanna auki vatnsrennsli í jökulám um 25 til 30 prósent, en það mun bæta rekstrarskilyrði virkjana meðan á því stendur. Veðurstofa Íslands, Orkustofnun og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands hafa unnið sameiginlega að rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga á vatnabúskap landsins og bráðnun jökla. "Það hefur orðið heilmikil breyting á búskap jökla hér á síðustu 10 árum. Á seinni árum hopa nánast allir jöklar og búskapur þeirra hefur verið mjög neikvæður síðustu tvö árin. Menn hafa verið að gefa sér ákveðnar forsendur um hvernig kunni að hlýna í framtíðinni. Guðfinna Aðalgeirsdóttir hefur gert reikninga á því hversu hratt jöklar muni hopa og samkvæmt niðurstöðum okkar stefnir í að jöklarnir hverfi nokkurn veginn af landinu á 100 til 200 árum," segir Tómas. Sjávarborð hækkar Að sögn Tómasar nemur vatnsforði sá er jöklarnir geyma því að 35 til 40 metrum vatns væri jafndreift yfir landið. "Þegar þetta bráðnar eykst rennsli í vatnsföllum umtalsvert í ákveðnum ám. Þá er einnig hugsanlegt að jöklar hopi þannig að farvegir ánna sem frá þeim falla breytist," segir Tómas. Ólíklegt er að slíkar breytingar hafi áhrif á miðlunarlón virkjana, en svo gæti farið að brýr stæðu eftir á þurru landi. Tómas segir marga farna að huga að hugsanlegum breytingum af völdum hlýnunar, en aðallega þá sem hanna og skipuleggja virkjanir auk fólks sem hugar að nýtingu vatns, brúargerð og öðru slíku. Hann bendir líka á að loftslagsbreytingum fylgi líka hækkun heimshafanna. "Gert er ráð fyrir að í þeim hækki um allt að hálfan metra og það getur haft áhrif á margar þjóðir," segir hann og bætir við að áhrifin kunni þó að verða minni hér en víða annars staðar. "Þó þannig að menn hafa hafnarsvæði heldur hærri en ella væri út af þessu." Tómas segir talið að hér hafi litlir jöklar verið fyrir 6 til 8 þúsund árum, fyrst eftir að jökulskeiðinu síðasta lauk. "En þetta eru heilmikil tíðindi í náttúrufari ef breytingin gengur eftir." Hann segir þó að frá svæðunum þar sem jöklarnir voru áður komi engu að síður til með að renna ámóta mikið magn af vatni og áður, því halda muni áfram að rigna og snjóa, auk þess sem hlýrra loftslag kalli á meiri úrkomu. "Í aðalatriðum verður þetta sama vatn í sömu landshlutunum og að mestu leyti í sömu ánum sem flestar renna eftir dölum sem áfram munu ráða öllu vatnafari. En þetta verður ein stærsta og sýnilegasta breytingin í náttúrufari hér, fyrir utan sjálfa hlýnunina sem auðvitað breytir miklu fyrir bæði fólk og fénað." Landsvirkjun fylgist með Óli Grétar Blöndal Sveinsson, deildarstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar, segir að þar á bæ fylgist menn vel með áhrifum loftslagsbreytinga á vatnsbúskap landsins. "Það er verið að tala um aukið heildarrennsli, sem á að ná hámarki eftir tæp 100 ár, en fara svo minnkandi aftur," segir hann en leggur áherslu á að þarna sé um að ræða langtímaspá sem byggi á ákveðnum forsendum um áframhaldandi hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda. Hann segir að þó svo að heildarrennsli aukist dreifist það um leið yfir árið þannig að innrennsli í miðlunarlón virkjana verði jafnara. "Fyrir Landsvirkjun ætti þetta að þýða að ef til vill þurfi ekki að stækka miðlunarlónin eins og þau eru í dag. Í mörgum tilfellum er hægt að bæta við eða stækka vélar í fallstöðvunum," segir hann. Óli Grétar segir þó engan sérstakan undirbúning hafinn hjá Landsvirkjun vegna ætlaðrar rennslisaukningar. Þá bendir hann á að vangaveltur um stöðu vatnsbúskapar eftir að jöklarnir eru horfnir breyti litlu fyrir Landsvirkjun í dag því allt gerist það eftir líftíma virkjananna. "Virkjanirnar sjálfar verða löngu búnar að borga sig upp. Hverfi jöklarnir alveg kemur samt til lítil snjóbráð sem kæmi fram á vorin. Eins ætti að koma til aukin úrkoma og spurning hvort hún kemur til með að bæta upp missi jöklanna," segir hann. "Menn hafa ekki stórfelldar áhyggjur af þessu núna, en vissulega er þetta eitthvað sem komandi kynslóðir munu þurfa að huga að," segir Óli Grétar.
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira