Jöklarnir að minnka og hverfa 23. september 2004 00:01 "Snæfellsjökull er við vonda heilsu," segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, og telur ekki ólíklegt að hann verði með fyrstu jöklum til að hverfa. Rannsóknir benda til að vegna hlýnunar loftslags minnki og hverfi allir jöklar landsins á næstu 100 til 200 árum. Næstu 30 til 100 árin er gert ráð fyrir að bráðnun jöklanna auki vatnsrennsli í jökulám um 25 til 30 prósent, en það mun bæta rekstrarskilyrði virkjana meðan á því stendur. Veðurstofa Íslands, Orkustofnun og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands hafa unnið sameiginlega að rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga á vatnabúskap landsins og bráðnun jökla. "Það hefur orðið heilmikil breyting á búskap jökla hér á síðustu 10 árum. Á seinni árum hopa nánast allir jöklar og búskapur þeirra hefur verið mjög neikvæður síðustu tvö árin. Menn hafa verið að gefa sér ákveðnar forsendur um hvernig kunni að hlýna í framtíðinni. Guðfinna Aðalgeirsdóttir hefur gert reikninga á því hversu hratt jöklar muni hopa og samkvæmt niðurstöðum okkar stefnir í að jöklarnir hverfi nokkurn veginn af landinu á 100 til 200 árum," segir Tómas. Sjávarborð hækkar Að sögn Tómasar nemur vatnsforði sá er jöklarnir geyma því að 35 til 40 metrum vatns væri jafndreift yfir landið. "Þegar þetta bráðnar eykst rennsli í vatnsföllum umtalsvert í ákveðnum ám. Þá er einnig hugsanlegt að jöklar hopi þannig að farvegir ánna sem frá þeim falla breytist," segir Tómas. Ólíklegt er að slíkar breytingar hafi áhrif á miðlunarlón virkjana, en svo gæti farið að brýr stæðu eftir á þurru landi. Tómas segir marga farna að huga að hugsanlegum breytingum af völdum hlýnunar, en aðallega þá sem hanna og skipuleggja virkjanir auk fólks sem hugar að nýtingu vatns, brúargerð og öðru slíku. Hann bendir líka á að loftslagsbreytingum fylgi líka hækkun heimshafanna. "Gert er ráð fyrir að í þeim hækki um allt að hálfan metra og það getur haft áhrif á margar þjóðir," segir hann og bætir við að áhrifin kunni þó að verða minni hér en víða annars staðar. "Þó þannig að menn hafa hafnarsvæði heldur hærri en ella væri út af þessu." Tómas segir talið að hér hafi litlir jöklar verið fyrir 6 til 8 þúsund árum, fyrst eftir að jökulskeiðinu síðasta lauk. "En þetta eru heilmikil tíðindi í náttúrufari ef breytingin gengur eftir." Hann segir þó að frá svæðunum þar sem jöklarnir voru áður komi engu að síður til með að renna ámóta mikið magn af vatni og áður, því halda muni áfram að rigna og snjóa, auk þess sem hlýrra loftslag kalli á meiri úrkomu. "Í aðalatriðum verður þetta sama vatn í sömu landshlutunum og að mestu leyti í sömu ánum sem flestar renna eftir dölum sem áfram munu ráða öllu vatnafari. En þetta verður ein stærsta og sýnilegasta breytingin í náttúrufari hér, fyrir utan sjálfa hlýnunina sem auðvitað breytir miklu fyrir bæði fólk og fénað." Landsvirkjun fylgist með Óli Grétar Blöndal Sveinsson, deildarstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar, segir að þar á bæ fylgist menn vel með áhrifum loftslagsbreytinga á vatnsbúskap landsins. "Það er verið að tala um aukið heildarrennsli, sem á að ná hámarki eftir tæp 100 ár, en fara svo minnkandi aftur," segir hann en leggur áherslu á að þarna sé um að ræða langtímaspá sem byggi á ákveðnum forsendum um áframhaldandi hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda. Hann segir að þó svo að heildarrennsli aukist dreifist það um leið yfir árið þannig að innrennsli í miðlunarlón virkjana verði jafnara. "Fyrir Landsvirkjun ætti þetta að þýða að ef til vill þurfi ekki að stækka miðlunarlónin eins og þau eru í dag. Í mörgum tilfellum er hægt að bæta við eða stækka vélar í fallstöðvunum," segir hann. Óli Grétar segir þó engan sérstakan undirbúning hafinn hjá Landsvirkjun vegna ætlaðrar rennslisaukningar. Þá bendir hann á að vangaveltur um stöðu vatnsbúskapar eftir að jöklarnir eru horfnir breyti litlu fyrir Landsvirkjun í dag því allt gerist það eftir líftíma virkjananna. "Virkjanirnar sjálfar verða löngu búnar að borga sig upp. Hverfi jöklarnir alveg kemur samt til lítil snjóbráð sem kæmi fram á vorin. Eins ætti að koma til aukin úrkoma og spurning hvort hún kemur til með að bæta upp missi jöklanna," segir hann. "Menn hafa ekki stórfelldar áhyggjur af þessu núna, en vissulega er þetta eitthvað sem komandi kynslóðir munu þurfa að huga að," segir Óli Grétar. Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
"Snæfellsjökull er við vonda heilsu," segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, og telur ekki ólíklegt að hann verði með fyrstu jöklum til að hverfa. Rannsóknir benda til að vegna hlýnunar loftslags minnki og hverfi allir jöklar landsins á næstu 100 til 200 árum. Næstu 30 til 100 árin er gert ráð fyrir að bráðnun jöklanna auki vatnsrennsli í jökulám um 25 til 30 prósent, en það mun bæta rekstrarskilyrði virkjana meðan á því stendur. Veðurstofa Íslands, Orkustofnun og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands hafa unnið sameiginlega að rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga á vatnabúskap landsins og bráðnun jökla. "Það hefur orðið heilmikil breyting á búskap jökla hér á síðustu 10 árum. Á seinni árum hopa nánast allir jöklar og búskapur þeirra hefur verið mjög neikvæður síðustu tvö árin. Menn hafa verið að gefa sér ákveðnar forsendur um hvernig kunni að hlýna í framtíðinni. Guðfinna Aðalgeirsdóttir hefur gert reikninga á því hversu hratt jöklar muni hopa og samkvæmt niðurstöðum okkar stefnir í að jöklarnir hverfi nokkurn veginn af landinu á 100 til 200 árum," segir Tómas. Sjávarborð hækkar Að sögn Tómasar nemur vatnsforði sá er jöklarnir geyma því að 35 til 40 metrum vatns væri jafndreift yfir landið. "Þegar þetta bráðnar eykst rennsli í vatnsföllum umtalsvert í ákveðnum ám. Þá er einnig hugsanlegt að jöklar hopi þannig að farvegir ánna sem frá þeim falla breytist," segir Tómas. Ólíklegt er að slíkar breytingar hafi áhrif á miðlunarlón virkjana, en svo gæti farið að brýr stæðu eftir á þurru landi. Tómas segir marga farna að huga að hugsanlegum breytingum af völdum hlýnunar, en aðallega þá sem hanna og skipuleggja virkjanir auk fólks sem hugar að nýtingu vatns, brúargerð og öðru slíku. Hann bendir líka á að loftslagsbreytingum fylgi líka hækkun heimshafanna. "Gert er ráð fyrir að í þeim hækki um allt að hálfan metra og það getur haft áhrif á margar þjóðir," segir hann og bætir við að áhrifin kunni þó að verða minni hér en víða annars staðar. "Þó þannig að menn hafa hafnarsvæði heldur hærri en ella væri út af þessu." Tómas segir talið að hér hafi litlir jöklar verið fyrir 6 til 8 þúsund árum, fyrst eftir að jökulskeiðinu síðasta lauk. "En þetta eru heilmikil tíðindi í náttúrufari ef breytingin gengur eftir." Hann segir þó að frá svæðunum þar sem jöklarnir voru áður komi engu að síður til með að renna ámóta mikið magn af vatni og áður, því halda muni áfram að rigna og snjóa, auk þess sem hlýrra loftslag kalli á meiri úrkomu. "Í aðalatriðum verður þetta sama vatn í sömu landshlutunum og að mestu leyti í sömu ánum sem flestar renna eftir dölum sem áfram munu ráða öllu vatnafari. En þetta verður ein stærsta og sýnilegasta breytingin í náttúrufari hér, fyrir utan sjálfa hlýnunina sem auðvitað breytir miklu fyrir bæði fólk og fénað." Landsvirkjun fylgist með Óli Grétar Blöndal Sveinsson, deildarstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar, segir að þar á bæ fylgist menn vel með áhrifum loftslagsbreytinga á vatnsbúskap landsins. "Það er verið að tala um aukið heildarrennsli, sem á að ná hámarki eftir tæp 100 ár, en fara svo minnkandi aftur," segir hann en leggur áherslu á að þarna sé um að ræða langtímaspá sem byggi á ákveðnum forsendum um áframhaldandi hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda. Hann segir að þó svo að heildarrennsli aukist dreifist það um leið yfir árið þannig að innrennsli í miðlunarlón virkjana verði jafnara. "Fyrir Landsvirkjun ætti þetta að þýða að ef til vill þurfi ekki að stækka miðlunarlónin eins og þau eru í dag. Í mörgum tilfellum er hægt að bæta við eða stækka vélar í fallstöðvunum," segir hann. Óli Grétar segir þó engan sérstakan undirbúning hafinn hjá Landsvirkjun vegna ætlaðrar rennslisaukningar. Þá bendir hann á að vangaveltur um stöðu vatnsbúskapar eftir að jöklarnir eru horfnir breyti litlu fyrir Landsvirkjun í dag því allt gerist það eftir líftíma virkjananna. "Virkjanirnar sjálfar verða löngu búnar að borga sig upp. Hverfi jöklarnir alveg kemur samt til lítil snjóbráð sem kæmi fram á vorin. Eins ætti að koma til aukin úrkoma og spurning hvort hún kemur til með að bæta upp missi jöklanna," segir hann. "Menn hafa ekki stórfelldar áhyggjur af þessu núna, en vissulega er þetta eitthvað sem komandi kynslóðir munu þurfa að huga að," segir Óli Grétar.
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira