Innlent

Spreningingar lögreglu vöktu fólk

Íbúar í Þorlákshöfn vöknuðu við mikla hvelli af sprengingum um fjögurleytið í fyrrinótt. Þar var á ferðinni sérsveit lögreglunnar við hefðbundnar sprengjuæfingar. Fólk vissi hins vegar ekki hvað var um að vera og varð sumt óttaslegið. "Þetta voru eins og rosalega þung skot," sagði Erlendur Jónsson íbúi í Þorlákshöfn, einn þeirra sem æfingin hélt vöku fyrir. "Það mynduðust eins konar höggbylgjur, eins og húsþökin væru að þrýstast niður." Að sögn íbúa sem blaðið ræddi við stóðu hvellirnir vel fram á fimmta tímann í fyrrinótt. Að sögn Jóns Bjartmarz hjá ríkislögreglustjóra var sérsveit lögreglunnar að æfingum í Ölfusinu á þessum tíma. Jón kvaðst ekki vilja tjá sig um í hverju þær æfingar væru fólgnar, en þær færu fram með reglulegu millibili, meðal annars þegar væri verið að taka nýliða inn. Hann sagði að lögreglan hefði haft aðstöðu í Ölfusinu um árabil og kannaðist ekki við að það hefði valdið fólki ónæði fyrr.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×