Ný ríkisstjórn tekur við 15. september 2004 00:01 Ný ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi sem hefst á Bessastöðum eftir klukkustund. Halldór, sem verður fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins, hefur stólaskipti við Davíð Oddsson en hann hefur gegnt embættinu lengst allra Íslendinga. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson munu skiptast á lyklum í stjórnarráðshúsinu að ríkisráðsfundi loknum. Davíð fær lyklavöld að utanríkisráðuneytinu og Halldór að stjórnarráðinu. Þar með lýkur valdatíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Hvaða skoðun sem menn hafa annars á stjórnunarstíl Davíðs má segja það þrekvirki að hafa verið við völd svo lengi. Hann tók við embætti forsætisráðherra 30. apríl árið 1991. Fyrir þann tíma var hann borgarstjóri í níu ár; var aðeins 34 ára þegar hann tók við þeim starfa árið 1982. Þeir sem hljóta kosningarétt á árinu voru því fimm ára þegar Davíð tók við stjórnartaumum í forsætisráðuneytinu og fæddust í borgarstjóratíð hans. Hann hefur stjórnað 960 ríkisstjórnarfundum og verið forsætisráðherra þremur árum og tveimur mánuðum lengur en Hermann Jónasson, sá sem næstlengst hefur setið. Davíð hefur þó ekki einungis sett Íslandsmet því það þarf að fara langt aftur í söguna til að finna sambærilega embættistíð forsætisráðherra á Norðurlöndum. Frá árinu 1991 hafa fimm forsætisráðherrar verið starfandi í Noregi, þrír í Danmörku og tveir í Svíþjóð. Í forsætisráðherratíð hans hafa þrír menn gegnt stöðu forseta Bandaríkjanna og tveir forsætisráðherrar verið starfandi í Bretlandi. Það eru helst evrópskar stórkanónur síðari tíma sem hafa eitthvað í Davíð í þessu tilliti, eins og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Charles De Gaulle Frakklandsforseti og Helmut Khol, kanslari Þýskalands, sem var við völd í sextán ár. Í dag verða það ekki einungis Davíð og Halldór sem skiptast á lyklum því Siv Friðleifsdóttir mun einnig afhenda Sigríði Önnu Þórðardóttur lyklavöld í umhverfisráðuneytinu. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Ný ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi sem hefst á Bessastöðum eftir klukkustund. Halldór, sem verður fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins, hefur stólaskipti við Davíð Oddsson en hann hefur gegnt embættinu lengst allra Íslendinga. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson munu skiptast á lyklum í stjórnarráðshúsinu að ríkisráðsfundi loknum. Davíð fær lyklavöld að utanríkisráðuneytinu og Halldór að stjórnarráðinu. Þar með lýkur valdatíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Hvaða skoðun sem menn hafa annars á stjórnunarstíl Davíðs má segja það þrekvirki að hafa verið við völd svo lengi. Hann tók við embætti forsætisráðherra 30. apríl árið 1991. Fyrir þann tíma var hann borgarstjóri í níu ár; var aðeins 34 ára þegar hann tók við þeim starfa árið 1982. Þeir sem hljóta kosningarétt á árinu voru því fimm ára þegar Davíð tók við stjórnartaumum í forsætisráðuneytinu og fæddust í borgarstjóratíð hans. Hann hefur stjórnað 960 ríkisstjórnarfundum og verið forsætisráðherra þremur árum og tveimur mánuðum lengur en Hermann Jónasson, sá sem næstlengst hefur setið. Davíð hefur þó ekki einungis sett Íslandsmet því það þarf að fara langt aftur í söguna til að finna sambærilega embættistíð forsætisráðherra á Norðurlöndum. Frá árinu 1991 hafa fimm forsætisráðherrar verið starfandi í Noregi, þrír í Danmörku og tveir í Svíþjóð. Í forsætisráðherratíð hans hafa þrír menn gegnt stöðu forseta Bandaríkjanna og tveir forsætisráðherrar verið starfandi í Bretlandi. Það eru helst evrópskar stórkanónur síðari tíma sem hafa eitthvað í Davíð í þessu tilliti, eins og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Charles De Gaulle Frakklandsforseti og Helmut Khol, kanslari Þýskalands, sem var við völd í sextán ár. Í dag verða það ekki einungis Davíð og Halldór sem skiptast á lyklum því Siv Friðleifsdóttir mun einnig afhenda Sigríði Önnu Þórðardóttur lyklavöld í umhverfisráðuneytinu.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira