Davíð kannast ekki við skilyrði 11. september 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira