Togstreita í stjórnarsamstarfinu 11. september 2004 00:01 Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla. Þó að stjórnarherrarnir hafi náð samkomulagi um skattalækkanir er ljóst, nú þegar fjórir dagar eru þangað til Davíð Oddsson láti af embætti sem forsttisráðherra og Halldór Ásgrímsson taki við, að það er ýmislegt fleira sem ágreiningur er um á stjórnarheimilinu en hvort setja eigi skilyrði fyrir sölu Símans. Eitt af því er loforðið um hækkun örorkulífeyris. Öryrkjabandalagið telur að enn vanti fimm hundruð milljónir upp á að samkomulagið um hækkunina sé efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann stefni að því að fullnusta samkomulagið, annað hafi aldrei staðið til. Í dag upplýsti Davíð Oddsson eftir ríkisstjórnarfund að í fjárlögum væri ekki gert ráð fyrir þessum fimm hundruð milljónum; með þeim eina milljarði sem þegar hefur runnið í málið hafi verið vel gert og staðið við samkomulagið. Þá eru það sjávarútvegsmálin. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, sagði á sjávarútvegsráðstefnu um helgina að Íslendingar yrðu að búa sig undir að leyfa útlendingum að eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta telur Davíð Oddsson óráð. Hann segir ekkert knúa á að Íslendingar ýti á að útlendingar fjárfesti í höfuðgrein okkar sem yrði þá ekki í okkar höndum að fullu og öllu og arfurinn hyrfi til annarra landa. Hann vill því fara mjög varlega í þeim efnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla. Þó að stjórnarherrarnir hafi náð samkomulagi um skattalækkanir er ljóst, nú þegar fjórir dagar eru þangað til Davíð Oddsson láti af embætti sem forsttisráðherra og Halldór Ásgrímsson taki við, að það er ýmislegt fleira sem ágreiningur er um á stjórnarheimilinu en hvort setja eigi skilyrði fyrir sölu Símans. Eitt af því er loforðið um hækkun örorkulífeyris. Öryrkjabandalagið telur að enn vanti fimm hundruð milljónir upp á að samkomulagið um hækkunina sé efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann stefni að því að fullnusta samkomulagið, annað hafi aldrei staðið til. Í dag upplýsti Davíð Oddsson eftir ríkisstjórnarfund að í fjárlögum væri ekki gert ráð fyrir þessum fimm hundruð milljónum; með þeim eina milljarði sem þegar hefur runnið í málið hafi verið vel gert og staðið við samkomulagið. Þá eru það sjávarútvegsmálin. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, sagði á sjávarútvegsráðstefnu um helgina að Íslendingar yrðu að búa sig undir að leyfa útlendingum að eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta telur Davíð Oddsson óráð. Hann segir ekkert knúa á að Íslendingar ýti á að útlendingar fjárfesti í höfuðgrein okkar sem yrði þá ekki í okkar höndum að fullu og öllu og arfurinn hyrfi til annarra landa. Hann vill því fara mjög varlega í þeim efnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira