Þrír karlmenn taldir líklegir 10. september 2004 00:01 Þrír menn hafa óopinberlega lýst því yfir að þeir hafi hug á að sækja um stöðu rektors Háskóla Íslands þegar Páll Skúlason lætur af störfum næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi forseti viðskipta- og hagfræðideildar, Einar Stefánsson, prófessor í læknadeild, og Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum, lýst því yfir í góðra vina hópi að þeir hyggist sækjast eftir stöðunni. Það ber þó að taka fram að umræðan um þessi mál er rétt að hefjast þannig að líklegt er að enn fleiri nöfn eigi eftir að koma fram í dagsljósið þegar nær dregur kosningunum. Nafn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja nánast útilokað að Hannes Hólmsteinn gefi kost á sér þar sem hann hafi nánast ekkert bakland í háskólasamfélaginu. Hann sé of pólitískur. Þegar um sé að ræða stöðu rektors gangi það ekki að sá sem gegni þeirri stöðu sé mjög umdeildur. Mikilvægt sé að sem mest samstaða sé um rektor Háskóla Íslands. Heimildir Fréttablaðsins telja ennfremur ólíklegt að Sigurður Brynjólfsson, prófessor í verkfræði, fari fram. Vésteinn Ólafsson, prófessor í íslenskum bókmenntum og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, bauð sig fram árið 1997 og er talið fremur ólíklegt að hann gefi aftur kost á sér í mars. Þá er talið fremur ólíklegt að Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, bjóði sig fram því hann á mjög stuttan starfsaldur eftir. Heimildir blaðsins telja einnig ólíklegt að Þórólfur Þórlindsson gefi kost á sér. Menntamálaráðuneytið mun auglýsa stöðu rektors lausa til umsóknar í janúar og rennur umsóknarfrestur út eigi síðar en sex vikum fyrir kjördag, en kosið verður um miðjan mars. Prófessorar eða dósentar sem ráðnir eru ótímabundið við háskólann geta aðeins boðið sig fram til rektors. Kosið verður í almennum kosningum þar sem allir innan háskólasamfélagsins hafa atkvæðisrétt. Atkvæði fólks hefur hins vegar mismunandi vægi. Þannig gilda atkvæði háskólakennara og sérfræðinga og annarra þeirra starfsmanna sem hafa háskólapróf, sem 60 prósent greiddra atkvæða. Atkvæði stúdenta gilda sem 30 prósent greiddra atkvæða og atkvæði annarra atkvæðisbærra aðila gilda sem 10 prósent greiddra atkvæða alls. Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Þrír menn hafa óopinberlega lýst því yfir að þeir hafi hug á að sækja um stöðu rektors Háskóla Íslands þegar Páll Skúlason lætur af störfum næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi forseti viðskipta- og hagfræðideildar, Einar Stefánsson, prófessor í læknadeild, og Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum, lýst því yfir í góðra vina hópi að þeir hyggist sækjast eftir stöðunni. Það ber þó að taka fram að umræðan um þessi mál er rétt að hefjast þannig að líklegt er að enn fleiri nöfn eigi eftir að koma fram í dagsljósið þegar nær dregur kosningunum. Nafn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja nánast útilokað að Hannes Hólmsteinn gefi kost á sér þar sem hann hafi nánast ekkert bakland í háskólasamfélaginu. Hann sé of pólitískur. Þegar um sé að ræða stöðu rektors gangi það ekki að sá sem gegni þeirri stöðu sé mjög umdeildur. Mikilvægt sé að sem mest samstaða sé um rektor Háskóla Íslands. Heimildir Fréttablaðsins telja ennfremur ólíklegt að Sigurður Brynjólfsson, prófessor í verkfræði, fari fram. Vésteinn Ólafsson, prófessor í íslenskum bókmenntum og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, bauð sig fram árið 1997 og er talið fremur ólíklegt að hann gefi aftur kost á sér í mars. Þá er talið fremur ólíklegt að Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, bjóði sig fram því hann á mjög stuttan starfsaldur eftir. Heimildir blaðsins telja einnig ólíklegt að Þórólfur Þórlindsson gefi kost á sér. Menntamálaráðuneytið mun auglýsa stöðu rektors lausa til umsóknar í janúar og rennur umsóknarfrestur út eigi síðar en sex vikum fyrir kjördag, en kosið verður um miðjan mars. Prófessorar eða dósentar sem ráðnir eru ótímabundið við háskólann geta aðeins boðið sig fram til rektors. Kosið verður í almennum kosningum þar sem allir innan háskólasamfélagsins hafa atkvæðisrétt. Atkvæði fólks hefur hins vegar mismunandi vægi. Þannig gilda atkvæði háskólakennara og sérfræðinga og annarra þeirra starfsmanna sem hafa háskólapróf, sem 60 prósent greiddra atkvæða. Atkvæði stúdenta gilda sem 30 prósent greiddra atkvæða og atkvæði annarra atkvæðisbærra aðila gilda sem 10 prósent greiddra atkvæða alls.
Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira