Innlent

Ráðuneytið rökstyður ráðningu

Félagsmálaráðherra sendi í gær Helgu Jónsdóttur, borgarritara, umbeðinn rökstuðning fyrir skipun Ragnhildar Arnljótsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Helga var ekki búin að lesa rökstuðninginn þegar blaðið fór í prentun og vildi ekkert láta eftir sér hafa. Engar upplýsingar fengust hjá félagsmálaráðuneytinu um hvað kæmi fram í honum. Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur, sótti einnig um stöðuna. Hann hefur nú farið fram á útskýringu Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, á því hvers vegna hann hafi ekki verið talinn meðal þeirra hæfustu sem sóttu um stöðuna, en þeim var skipt í tvo flokka, hæfa og hæfasta. Sigurður gerir líka athugasemd við að umsækjendunum hafi verið skipt í tvo flokka með þessum hætti. ,,Félagsmálaráðherra þarf að gera grein fyrir því hvað var haft til hliðsjónar þegar umsækjendum var skipt upp í tvo flokka með þessum hætti og ég tel að hann hafi ekki haft leyfi til að gera það. Sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir að ráðningarstofan Mannafl hafði ekki skilað lokaskýrslu um umsækjendurna til ráðherrans", segir Sigurður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×