Innlent

Lásasmiður hjálpar til við innbrot

Í kjölfar frétta af innbrotsþjófum sem fengu lásasmiði til að opna heimili um mitt sumar hefur DV sannreynt hvort slíkt sé mögulegt. Blaðið hringdi í lásasmið af handahófi og bað hann að opna yfirgefið heimili undir fölskum forsendum. Símon Birgisson blaðamaður kynnti sig eingöngu með fornafni og lásasmiðurinn opnaði útidyrnar án þess að spyrja nokkurra spurninga. Eigandi húsnæðisins var staddur erlendis og er miður sín. Lögreglan í Reykjavík er slegin yfir vinnubrögðum lásasmiðanna og hyggst rannsaka málið. Meira í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×