Innlent

Bíll franskra ferðamanna á kaf

Tveir franskir ferðamenn komust í hann krappann á Gæsavatnaleið í gær þegar bílaleigubíll þeirra fór á kaf í vatn í miklum vatnavöxtum í svonefndum Tungum, um fimmtán kílómeta austur af Nýjadal. Frakkarnir komust út úr bílnum af sjálfsdáðum, og á þurrt, þar sem íslenskir ferðamenn komu þeim til hjálpar og fluttu þá niður í Hrauneyjar. Þangað sótti lögreglan á Hvolsvelli ferðamennina í gærkvöldi og verður bílsins leitað í dag, en allur farangur Frakkanna er þar um borð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×