Innlent

Heimsókn konungshjónanna hafin

Rok og rigning setti svip sinn á upphaf þriggja daga opinberrar heimsóknar Karls Gústafs Svíakonungs, konu hans Silvíu drottningu og Victoríu krónprinsessu sem hófst að Bessastöðum í gærmorgun. Þar tók forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mót konungsfjölskyldunni að viðstaddri ríkisstjórn Íslands og handhöfum forsetavalds. Fjölskyldan lenti í Reykjavík um tíu í gærmorgun þar sem sendiherra Íslands í Svíþjóð, Svavar Gestsson, tók á móti þeim. Var þaðan ekið að Bessastöðum þar sem þjóðhöfðingjarnir áttu viðræður áður en haldið var til hádegisverðar á Hótel Holti í boði forsetans. Síðar um daginn héldu Svíakonungur og krónprinsessan í Öskju, náttúruvísindahús Háskóla Íslands, til að sitja alþjóðlega ráðstefnu um loftslagsbreytingar. Á meðan kynnti drottning sér starfsemi Barnaspítala Hringsins. Eftir það var haldið í Listasafn Íslands þar sem forseta Íslands voru afhent 63 glerlistaverk að gjöf. Síðan var nýopnað Þjóðminjasafn heimsótt og í gærkvöldi buðu forsetahjónin til hátíðarkvöldverðs í Perlunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×