Karlkonur í stjórnmálum 2. september 2004 00:01 Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira