Innlent

Brotið fyrir sex nýjum gluggum

Gamla Mjólkursamlagshúsið verður fært nær upphaflegu formi þegar brotið verður fyrir sex nýjum glukkum á framhlið hússins sem snýr út að Snorrabraut í dag. Húsið sem hýsir nú Söngskóla Reykjavíkur var byggt árið 1930, teiknað af Einari Erlendssyni. Þangað komu bændur á hestakerrum með mjólk á brúsum og lögðu inn á reikning. Söngskólinn keypti húsið fyrir þremur árum þar sem hann er að stækka við sig og þarf fleiri herbergi. Gömlu frysiklefarnir á jarðhæð, voru gluggalaus herbergi þar sem fyllt hafði verið upp í alla glugga þegar kælikerfið kom til sögunnar. Nú verða þeir til að nýju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×