Innlent

Vilja ekki selja Landssímann

Þingflokkur Vinstri-grænna vill halda Landssímanum í opinberri eigu, þetta kemur fram í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér í dag. Þar segir að það sé úrslitaatriði hvað varðar byggðarþróun og jafna stöðu landsmanna að öllum sé tryggður fullnægjandi og jafngildur aðgangur að nútíma fjarskiptum. Þá hafna þeir því að uppbygging og framtíðarþróun fjarskipta ráðist alfarið af þröngum markaðssjónarmiðum. Mun það verða meðal fyrstu mála sem þingmenn flokksins ætla að leggja fram á komandi þingi, að endurflytja frumvarp um að fella úr gildi heimildir til sölu Landssímands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×