Innlent

Brunnið á stórum hluta líkamans

Eins árs barn liggur alvarlega brennt á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa lent í heitu vatni í Keflavík í gær. Að sögn sérfræðings líður barninu eftir atvikum. Það er ekki í bráðri lífshættu en verður áfram á gjörgæsludeild, enda illa brennt og það á stórum hluta líkamans. Slysið varð með þeim hætti að þriggja ára barn skrúfaði frá heita vatninu en eins árs barnið sat í baðvaski. Að sögn lögreglunnar er ekki talið að blöndunartæki eða öryggisbúnaður hafi bilað heldur hafi vatnið fljótlega náð 80 gráðu hita. Bæði lögregla og læknar segja ástæðu til að vara fólk við þeirri hættu sem skapast getur vegna þess hve heitt vatn verður í húsum á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×