Innlent

Mældist á tæplega 200 km hraða

Lögreglan á Húsavík stöðvaði í morgun mann sem ekið hafði á ofsahraða frá Akureyri að flugvellinum á Húsavík við Aðaldalshraun. Ökumaðurinn keyrði á 140 kílómetra hraða innanbæjar á Akureyri og hóf lögregla þá eftirför. Lögreglan á Húsavík tók svo við og náði loks að stöðva bíl mannsins með því að aka utan í hann og snúa honum á afleggjara við flugvöllinn á Húsavík í morgun, sem ökumaðurinn neyddist til að aka inn á eftir að vegatálmi hafði verið settur upp. Skömmu áður hafði hraði bílsins mælst á bilinu 190-200 kílómetrar á klukkustund. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×