Innlent

Útför Gylfa Þ. Gíslasonar í dag

Útför Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráðherra og prófessors, var gerð frá Dómkirkjunni í dag. Gylfi fæddist 7. febrúar árið 1917 en lést 18. ágúst síðastliðinn. Hann var einn helsti stjórnmálaleiðtogi þjóðarinnar á síðustu öld og sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í þrjátíu og tvö ár. Þá gegndi hann embætti menntamálaráðherra í fimmtán ár samfellt, auk annarra ráðherraembætta. Gylfi var prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og þekkt tónskáld. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Vilmundardóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×