Innlent

Settur í embætti rektors

Dr. Ágúst Sigurðsson hefur verið valinn úr hópi 14 umsækjaenda til að gegna stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til næstu fimm ára. Skólinn verður til úr sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum og Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá og með 1. janúar 2005. Ágúst lauk doktorsprófi í búfjárerfðafræði við sænska landbúnaðarháskólann árið 1996 og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í doktorsnámi frá konunglegu sænsku akademíunni. Áður hafði hann útskrifast sem búfræðingur frá Bændaskólanum að Hvanneyri árið 1983, lokið raungreinadeildarprófi frá Tækniskóla Íslands árið 1986 og hlotið B.Sc. gráðu frá búvísindadeild Hvanneyrar árið 1989. Frá árinu 1996 hefur hann starfað sem ráðunautur í erfða- og kynbótafræði hjá Bændasamtökum Íslands og sem landsráðunautur í hrossarækt frá ársbyrjun 1999. Sem slíkur hefur hann verið leiðandi á sviði hrossaræktar og hestamennsku hér á landi og starfað sem kynbótadómari og fyrirlesari í aðildarlöndum Alþjóðasamtaka eigenda íslenskra hesta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×