Innlent

Mótmæla áróðri gegn þorski

Utanríkisráðuneytið sendi í dag bandarísku samtökunum Monteray Bay Aquarium bréf, þar sem brugðist er við áróðursherferð samtakanna gegn neyslu íslenska þorsksins í Bandaríkjunum og í Kanada. Í þessari herferð er íslenski þorskurinn tilgreindur sem tegund fiskjar sem forðast beri sökum ofveiði. Í bréfi utanríkisráðuneytisins eru upplýsingar samtakanna hraktar og þau hvött til afturkalla einblöðunginn eða leiðrétta rangfærslur sem fram koma í honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×